Enski boltinn

Hart þurfti hvíldina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hart í leiknum um helgina.
Hart í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að Joe Hart markvörður hefði haft gott af setunni á varamannabekknum í haust.

Hart var á bekknum í alls níu leikjum af ellefu frá lokum október. Rúmeninn Costel Pantilimon tók sæti hans í liðinu í þessum leikjum.

Pellegrini valdi svo Hart í lið City fyrir leik gegn Leicester í deildarbikarnum og Englendingurinn hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá. City vann 1-0 sigur á Crystal Palace um helgina og var Hart valinn maður leiksins.

„Ég gerði það sem ég taldi vera besta kostinn í stöðunni, bæði fyrir Hart og liðið sjálft,“ sagði Pellegrini við enska fjölmiðla. „Joe þurfti á hvíldinni að halda. Hann gerði sér sjálfur grein fyrir því.“

„Kannski að aðrir leikmenn hefðu brugðist illa við en hann brást mjög vel við þessu. Þess vegna kom hann til baka í góðu formi. Hann er besti markvörðurinn á Englandi, spilar með stóru liði og stendur sig vel.“

Hart fékk vænan skurð undir vinstra augað eftir samstuð við Cameron Jerome í leiknum en kláraði leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×