Enski boltinn

Beittu Cole kynþáttaníði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Cole.
Andy Cole. Nordic Photos / Getty Images
Andy Cole, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, mátti þola kynþáttaníð af hendi tveggja manna í flugi frá Dyflinni til Manchester í gær.

Mennirnir, sem eru báðir á þrítugsaldri, voru drukknir að sögn breskra fjölmiðla og handteknir við komuna til Manchester. Þeim var birt ákæra í réttarsal í dag.

Cole hefur áður þurft að þola kynþáttaníð bæði innan vallar sem utan en hann hefur undanfarin ár verið virkur þátttakandi í átökum gegn kynþáttaníði í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×