Enski boltinn

Paulinho frá næsta mánuðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paulinho í baráttu við Jonathan Walters.
Paulinho í baráttu við Jonathan Walters. Nordic Photos / Getty
Brasilíumaðurinn Paulinho, leikmaður Tottenham, verður frá keppni næsta mánuðinn vegna meiðsla í ökkla.

Paulinho meiddist í 3-0 sigrinum á Stoke á dögunum eftir að hann var tæklaður af Charlie Adam. Paulinho missir því af minnst fjórum deildarleikjum og bikarleik gegn Arsenal í byrjun næsta mánaðar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Adam lendir í umdeildu atviki í leik gegn Tottenham og sá hann ástæðu til að tjá sig um málið á Twitter-síðu sinni.

„Ég vil bara taka það fram að ég hef ekkert á móti Spurs. Ég myndi þar að auki aldrei viljandi meiða annan leikmann,“ skrifaði Adam.

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á Adam þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum en Skotinn fékk ekki áminningu fyrir áðurnefnda tæklingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×