Fótbolti

Club Brugge tapaði óvænt á heimavelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eiður Smári
Eiður Smári Mynd/Gettyimages
Íslendingar voru í eldlínunni þegar umferð fór fram í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann í óvæntu tapi Club Brugge gegn Waasland-Beveren í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Stefán Gíslason spilaði allar nítíu mínúturnar í öruggum sigri Leuven á Cercle Brugge og þá spilaði Ólafur Ingi Skúlason lokamínúturnar í tapi gegn Anderlecht.

Eiður Smári byrjaði á bekknum en eftir að Waasland náði forskotinu var þjálfari Club Brugge fljótur að henda Eiði inná. Hvorki Eiði né liðsfélögum hans tókst jafna metin og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna í Waasland. Óvæntur sigur hjá liðinu sem hafði aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu fyrir leiki dagsins.

Stefán Gíslason byrjaði inn á miðjunni hjá Oud-Heverlee Leuven í 3-0 sigri á Cercle Brugge á heimavelli Leuven. Cercle Brugge missti mann af velli í stöðunni 0-2 og þegar þriðja mark Leuven kom eftir tæplega klukkutíma leik voru stigin þrjú örugg. Leuven situr í fjórtánda sæti eftir leiki dagsins, x stigum frá fallsæti en aðeins stigi frá tólfta sæti.

Ólafur Ingi Skúlason spilaði síðustu fimm mínútur leiksins í 1-0 tapi Zulte Waregem gegn Anderlecht. Zulte Waregem er fjórum stigum á eftir toppliði Standard Liege sem á leik til góða gegn Kortrijk. Tapið í dag var fyrsta tap Zulte Waregem í deildinni síðan 15. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×