Enski boltinn

Níu mörk í níu heimaleikjum hjá Negredo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Spánverjinn Alvaro Negredo skoraði sitt níunda mark í níu leikjum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í 2-1 sigri Manchester City á Liverpool í gær.

Negredo, sem kom til City á 25 milljónir evra frá Sevilla í sumar, hefur skorað níu mörk í deildinni, fimm í Meistaradeildinni og eitt í deildabikarnum það sem af er vetri. Mörkin eru því fimmtán í 23 leikjum og ljóst að Negredo fer ekki í þann flokk Spánverja sem þarf tíma til að aðlagast lífinu á Englandi.

Mark Negredo gegn Liverpool reyndist vera sigurmarkið gegn Liverpool. Markið var þó ekki af dýrari gerðinni og skrifast að miklu leyti á Simon Mignolet, markvörð Liverpool. Markið auk þess helsta úr leiknum má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×