Fótbolti

Tomasson með langtímasamning við Roda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jon Dahl Tomasson hylltur af stuðningsmönnum Feyenoord sumarið 2011.
Jon Dahl Tomasson hylltur af stuðningsmönnum Feyenoord sumarið 2011. Nordicphotos/Getty
Danski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jon Dahl Tomasson er tekinn við þjálfun Roda í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Tomasson skrifaði undir samning til sumarsins 2017. Hann hafði áður verið í brúnni hjá liði Excelsior í hollensku b-deildinni. Roda er rétt fyrir ofan fallsvæðið með þremur stigum meira en botnlið NEC Nijmegen.

Tomasson spilaði á sínum tíma 112 landsleiki fyrir Dani. Hann lék með Feyenoord, AC Milan, Stuttgart og Newcastle á ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×