Enski boltinn

Solskjær líklegastur og Tan ekki útilokaður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Breskir veðbankar eru þegar farnir að taka við veðmálum um hver taki við sem knattspyrnustjóri Cardiff. Malky MacKay var látinn taka pokann sinn í dag.



Sky Sports greinir frá því að Ole Gunnar Solskjær sé líklegastur hjá veðbönkum til þess að taka við liðinu. Solskjær er þjálfari Molde í Noregi en er reglulega orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. MacKay er sjötti stjórinn í deildinni sem tekur pokann sinn á fyrri hluta tímabilsins 2013-14.

Sven Göran Eriksson þykir einnig líklegur til að taka við. Þá er hægt að hundraðfalda þá upphæð sem lögð er undir telji einhver líkur á því að meirihlutaeigandinn sjálfur, Vincent Tan, taki sjálfur við liðinu.

Tan er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Cardiff. Fyrst tók hann þá ákvörðun að liðið myndi klæðast rauðu í staðinn fyrir bláu. Svo rak hann helsta samstarfsmann MacKay með Cardiff auk þess að reka Skotann sjálfan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×