Enski boltinn

Lánsmaðurinn Lukaku enn til bjargar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Everton vann 2-1 sigur á Southampton í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Goodison Park í dag. Leikurinn í Liverpool var í meira lagi fjörugur enda hefur báðum liðum verið mikið hrósað fyrir frammistöðu sína það sem af er leikíð.

Seymus Coleman, sem farið hefur á kostum í stöðu hægri bakvarðar hjá þeim bláklæddu það sem af er vetri, kom Everton yfir á 9. mínútu. Colemann smurði þá boltann í vinkilinn úr vítateignum með frábæru skoti.

Varamaðurinn Gaston Ramirez jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik áður en Lukaku kláraði færi í teignum vel eftir undirbúning James McCarthy. Lukaku hefur nú skorað 9 mörk í 15 deildarleikjum en Belginn er í láni hjá Everton frá Chelsea.

Southampton var meira með boltann og átti fleiri skot að marki enda hefði sigurinn getað fallið hvoru megin sem var. Everton fór hins vegar heim með stigin þrjú og situr nú í 4. sæti deildarinnar með 37 stig. Southampton hefur 27 stig í 9. sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×