Enski boltinn

Giroud skallaði Arsenal aftur á toppinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arsenal er aftur komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir að liðið lagði Newcastle 1-0 á útivelli í dag. Frakkinn Oliver Giroud skoraði eina markið á 65. mínútu.

Leikurinn var jafn og spennandi og fékk Newcastle sín færi í leiknum til fá eitthvað út úr leiknum en að sama skapi fékk Arsenal sín færi enda leikurinn fjörugur og opinn.

Giroud skallaði boltann í netið á 65. mínútu eftir aukaspyrnu Theo Walcott. Newcastle sótti án afláts undir lok leiksins í leit að jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki.

Arsenal er því aftur komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar og verður þar yfir áramót en liðið lék án Aaron Ramsey og Mesut Özil í dag. Ramsey er meiddur en Özil var hvíldur.

Newcastle er í 7. sæti með 33 stig, níu stigum minna en Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×