Enski boltinn

„Liverpool getur orðið Englandsmeistari“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jose Mourinho tók við Chelsea á nýjan leik í sumar.
Jose Mourinho tók við Chelsea á nýjan leik í sumar. Nordicphotos/Getty
Jose Mourinho segir að tiltölulega lítið álag á leikmenn Liverpool geri það að verkum að liðið geti staðið uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Portúgalinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær fyrir leik Chelsea og Liverpool á morgun. Stjóri Lundúnaliðsins var spurður að því hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á titlinum.

„Þeir eru ekki í eldlínunni í Meistaradeildinni og ekki einu sinni Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. Gæðin í liðinu, metnaðurinn auk fyrrnefndrar staðreyndar geri að verkum að þeir rauðklæddu eigi möguleika.

Mourinho bendir á að leikmenn Liverpool gætu leikið allt að tuttugu leikjum minna á leiktíðinni en leikmenn Chelsea, Manchester United, Arsenal og Manchester City.

„Þessir leikmenn munu spila 60 leiki á meðan Liverpool spilar 40 leiki. Munurinn er mikill,“ sagði Mourinho. Brendan Rodgers hafi viku hverju sinni til að undirbúa lið sitt fyrir leik. Það sé mikið forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×