Enski boltinn

Öruggt hjá Spurs án Gylfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Soldado skorar úr vítaspyrnunni í dag.
Soldado skorar úr vítaspyrnunni í dag. Nordicphotos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur vegna smávægilegra meiðsla þegar Tottenham vann 3-0 heimasigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Heimamenn í Norður-London höfðu mikla yfirburði í leiknum en komust ekki yfir fyrr en á 37. mínútu. Dæmd var hendi á Ryan Shawcross innan teigs og Roberto Soldado skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Tottenham gerði út um leikinn á fjögurra mínútna kafla um miðjan síðari hálfleikinn. Fyrst skoraði Moussa Dembele á 65. mínútu með föstu skoti utan teigs neðst í markhornið.

Aaron Lennon skoraði svo fallegasta mark leiksins á 69. mínútu með fallegu skoti úr teignum sem sveif í fjærhornið. Markið var hans fyrsta fyrir Tottenham síðan í mars.

Um er að ræða fyrsta heimasigur Tottenham undir stjórn Tim Sherwood. Liðið hafði áður tapað á White Hart Lane fyrir West Ham í bikarnum og gert jafntefli gegn West Brom í deildinni.

Tottenham er nú í 7. sæti deildarinnar með 34 stig. Stoke er í 12. sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×