Enski boltinn

„Ivanovic er enginn Mikki Mús“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Atvikið á Anfield í vor.
Atvikið á Anfield í vor. Nordicphotos/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Branislav Ivanovic muni taka í hönd Luis Suarez fyrir leik liðanna á morgun.

Eins og frægt varð beit Suarez í handlegg Ivanovic í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í apríl. Framherjinn var úrskurðaður í tíu leikja bann fyrir atvikið og bað Serbann afsökunar símleiðis.

„Þetta var auðvitað stórmál en Iva lýtur svo á að þetta tilheyri fortíðinni,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær.

„Iva er stór strákur. Þegar ég segi stór strákur meina ég að hann er með stórt hjarta og mikinn og sterkan persónuleika. Hann er ekki Mikka Mús tegund af leikmanni sem kvartar og kveinar yfir smámunum.“

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×