Enski boltinn

Moyes fannst bæði lið bjóða upp á sýningu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, var himinlifandi með 1-0 útisigurinn á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn þar sem Norwich var sterkari aðilinn og fékk betri færi.

„Norwich bauð upp á sýningu í dag en það gerðum við líka. Við vorum fastir fyrir í vörninni. Að vinna tvo útisigra í deildinni á þremur dögum er góð útkoma fyrir okkur,“ sagði Skotinn.

Danny Welbeck kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Ryan Giggs. Hann skoraði eina mark leiksins.

„Danny átti í erfiðleikum með að skora í fyrra. Nú er hann líklegur til að skora í hverjum leik. Hann breytti gangi leiksins með innkomu sinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×