Gylfi Þór hélt leyndarmálinu fyrir sína allra nánustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 22:03 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Arnþór „Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
„Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn