Enski boltinn

Wenger: Liðið er tilbúið að berjast

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
mynd/nordic photos/getty
„Mesut Özil er meiddur á öxl. Ég held að hann verði ekki klár í slaginn fyrir Cardiff á miðvikudaginn, kannski eftir það, við sjáum til,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal um fjarveru Özil þegar Arsenal lagði Newcastle 1-0 í dag.

„Þetta var frábær sigur vegna þess að við komum mörgum á óvart. Við viljum byggja á þessu. Að ná sex stigum úr tveimur útileikjum gegn West Ham og Newcastle sýnir að liðið er tilbúið að berjast.

„Við þurfum að halda áfram að berjast og treyna að þróa liðið áfram,“ sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×