Enski boltinn

Derby í annað sætið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kári var að vanda í liðið Rotherham
Kári var að vanda í liðið Rotherham MYND/GETTYIMAGES
Derby County lagði Barnsley 2-1 í ensku B-deildinni í fótbolta, Championship, í dag. Derby fór þar með í annað sæti deildarinnar og uppfyrir Burnley sem gerði markalaust jafntefli við Wigan.

Baráttan á toppi deildarinnar er hörð en Leicester City er efst með tveggja stiga forystu á Derby og Burnley eftir 5-3 sigur á Bolton.

QPR er stigi á eftir Burnley í fjórða sæti en liðið gerði markalaust jafnefli við Watford í dag.

Nottingham Forrest lagði Leeds United 2-1 á heimavelli og er í fimmta sæti en Leeds féll niður í sjöunda sæti deildarinnar þar sem Ipswich Town gerði 1-1 jafntefli við Bournemouth á útivelli og fór fyrri vikið í sjötta sæti deildarinnar.

Í ensku C-deildinni lék Kári Árnason allan leikinn fyrir Rotherham United sem tapaði 2-0 fyrir Port Vale. Rotherham er í 5. sæti deildarinnar þegar deildin er hálfnuð.

Wolves er á toppi C-deildarinnar en Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Leyton Orient á heimavelli.

Úrslit dagsins í Championship-deildinni:

Leicester 5-3 Bolton

Barnsely 1-2 Derby County

Bournemouth 1-1 Ipswich Town

Nottingham Forest 2-1 Leeds

Charlton 1-1 Sheffield Wednesday

Middlesbrough 3-0 Reading

Doncaster 0-0 Millwall

Watford 0-0 QPR

Blackburn 2-3 Birmingham

Wigan 0-0 Burnley

Blackpool 0-1 Brighton

Huddersfield 5-1 Yeovil




Fleiri fréttir

Sjá meira


×