Enski boltinn

Mourinho: Hefði spjaldað Suarez

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
mynd/nordic photos/getty
„Leikmennirnir eru eins og skrímsli, þeir berjast þar til yfir lýkur,“ sagði Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea eftir 2-1 sigurinn á Liverpool á Stamford Bridge í dag.

„Ég sá ekki þegar Samuel Eto‘o braut (á Jordan Henderson í fyrri hálfleik). Hann er nýr í úrvalsdeildinni og ég gagnrýni hann mikið fyrir vandræði sín að aðlagast. Ég bið hann um að aðlagast hratt og því fyrr sem hann gerir það því fyrr getur hann notið sín.

„Eden Harzard hefði getað fengið víti. Þetta gerist í hverri viku. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir hann. Hitt atvikið með Suarez (þegar hann vildi fá víti) myndi ég leysa með því að spjalda Suarez. Ég þoli ekki leikmenn sem ýkja atvik.

„Það er ekki mikill munur á því að standa uppi sem sigurvegari eða tapa. Við vorum heppnir að vinna því leikurinn var mjög jafn,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×