Innlent

Kominn með vinnu og þak yfir höfuðið

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Litháíski maðurinn sem búið hefur í bíl sínum við Esjurætur síðustu mánuði hefur eignast fjölda velunnara síðan í gærkvöldi, en einstaklingar, fyrirtæki og hjálparsamtök hafa boðist til að rétta honum hjálparhönd.

Í fréttum okkar í gær greindum við frá Ricardas Zazeckis, sem búið hefur í Volswagen Polo bifreið um nokkurra mánuða skeið. Ricardas missti vinnuna og er hvorki á atvinnuleysis- né örorkubótum. Hann sá sér því þann kost vænstan að setjast að í bílnum.

Dapurleg staða Ricardasar hreyfði greinilega við mörgum og viðbrögð almennings létu ekki á sér standa. Nokkur fjöldi fólks lagði leið sína að Esjunni í þeim tilgangi að færa Ricardas bensín, mat, jólasmákökur, appelsín og jafnvel peninga. Þar fór Róbert Guðmundsson fremstur í flokki.

Í ljós kom að bíll Ricardasar er bilaður, enda hafði hann staðið úti í nýstingskulda svo dögum skipti. Nokkur bifvélaverkstæði hafa boðist til að gefa þá aukahluti sem vantar til að gera bílinn gangfæran. Þá hafa hjálparsamtök hafa látið hann hafa hlý föt.

Fyrrverandi vinnuveitandi Ricardasar hefur nú sett sig í samband við hann og boðið honum starf aftur. Fyrirtækið mun borga undir hann dvöl á gistiheimili þar til hann finnur sér húsnæði til lengri tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.