Fótbolti

Alfreð tryggði þrjú stig með tveimur mörkum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð er markahæstur í hollensku deildinni.
Alfreð er markahæstur í hollensku deildinni. Mynd/Heimasíða Heerenveen
Alfreð Finnbogason var í banastuði í heimsókn Heerenveen til PEC Zwolle í hollensku deildinni í kvöld.

Alfreð skoraði bæði mörk gestanna sem unnu 2-1 sigur. Alfreð skoraði úr vítaspyrnu eftir hálftímaleik en heimamenn jöfnuðu snemma í síðari hálfleik.

Alfreð var aftur á ferðinni á 69. mínútu. Heerenveen hefur 26 stig í 5. sæti deildarinnar en Zwolle er í 9. sæti með 22. stig.

Alfreð er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 14 leikjum. Næstur kemur Grazioano Pelle hjá Feyenoord með 12 mörk og Aron Jóhannsson hjá AZ Alkmaar með 10 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×