Fótbolti

Ólafur Ingi og félagar með naumt forskot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem fara með naumt forskot í seinni leikinn eftir 1-0 heimasigur á Cercle Brugge í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum belgíska bikarsins.

Varnarmaðurinn Davy De Fauw skoraði eina mark leiksins strax á sjöttu mínútu leiksins. Ólafur Ingi spilaði allan leikinn og krækti sér í gult spjald á 56. mínútu.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Cercle Brugge 15. janúar næstkomandi. Cercle Brugge er fimm sætum neðar í töflunni en Zulte-Waregem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×