Fótbolti

Real Madrid áfram í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angel di Maria fagnar seinna marki Real Madrid sem hann skoraði úr vítaspyrnu.
Angel di Maria fagnar seinna marki Real Madrid sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Tvö mörk í fyrri hálfleik nægðu Real Madrid til að slá C-deildarliðið Olímpic de Xàtiva út úr spænska bikarnum í kvöld.

Real Madrid vann leikinn 2-0 á heimavelli sínum en liðin gerðu óvænt markalaust jafntefli í fyrri leiknum.

Asier Illarramendi (16. mínúta) og Ángel di María (vítaspyrna á 28. mínútu) skoruðu mörk Real Madrid í leiknum.

Cristiano Ronaldo tók út leikbann í leiknum og Gareth Bale spilaði ekki vegna meiðsla.

Úrslit leikja í spænska bikarnum í kvöld:

Real Sociedad - Algeciras 4-0 (5-1 samanlagt)

Atlético Madrid Sant Andreu 2-1 (6-1)

Real Betis - Lleida Esportiu 2-2 (4-3)

Almería - Las Palmas 0-0 (3-1)

Real Madrid - Olímpic de Xàtiva 2-0 (2-0)

Sevilla - Racing Santander 0-2 (1-2)

Villarreal, Getafe, Levante, Osasuna, Barcelona og Alcorcón komust áfram í sextán liða úrslitin í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×