Farið er að hitna undir Paulo Fonseca þjálfara portúgalska stórliðsins Porto eftir 1-0 ósigur gegn Academica í portúgölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Engu að síður var þetta aðeins fyrsta tap liðsins í deildinni í 54 leikjum.
Porto sem er portúgalskur meistari hafði ekki tapað síðan í jánúar 2012 en engu að síður hefur liðinu ekki gengið vel upp á síðkastið.
Porto hefur ekki unnið í þremur síðustu leikjum sínum og aðeins unnið einn sigur í síðustu sex leikjum sínum.
Academica hafði ekki unnið Porto á heimavelli sínum í 43 ár en Fernando Alexandre skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Porto sótti án afláts í seinni hálfleiks og fékk vítaspyrnu en Ricardo varði frá Danilo.
Slæmt gengi að undanförnu hefur gefið bæði Benfica og Sporting Lisbon tækifæri til að hrifsa efsta sæti deildarinnar af Porto og það kunna forráðamenn Porto ákaflega illa við og því er starf Fonseca sagt í hættu.
Fyrsta tap Porto í 54 leikjum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn



