Fótbolti

Auðvelt hjá PSG | Zlatan með tvö

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Zlatan heldur áfram að skora fyrir PSG
Zlatan heldur áfram að skora fyrir PSG mynd/nordic photos/getty
PSG átti ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Lyon 4-0 að velli í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Frönsku meistararnir voru 2-0 yfir hálfleik.

Edison Cavani kom PSG yfir á 36. mínútu og fjórum mínútum fyrir hálfleik bætti Zlatan Ibrahimovic við öðru marki úr vítaspyrnu.

Thiago Silva gerði út um leikinn á 60. mínútu og sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Ibrahimovic öðru sinni úr vítaspyrnu.

PSG er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Lyon er um miðja deild.

PSG hefur ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu en liðið hefur unnið tíu leiki og gert fjögur jafntefli í deildinni. Liðið er einnig ósigrað í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni og er til alls líklegt á öllum vígstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×