Fótbolti

Beckham og 1992-strákarnir á rauða dreglinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham, Paul Scholes, Nicky Butt, Phil Neville, Gary Neville og Ryan Giggs
David Beckham, Paul Scholes, Nicky Butt, Phil Neville, Gary Neville og Ryan Giggs Mynd/NordicPhotos/Getty
David Beckham var mættur á frumsýningu heimildarmyndarinnar "Class of 92" í gær ásamt gömlu liðsfélögum sínum þeim Paul Scholes, Nicky Butt, Phil Neville, Gary Neville og Ryan Giggs. Giggs er sá eini af þeim sem er enn að spila.

Heimildarmyndin Class of 92 var frumsýnd á sunnudagskvöldið en hún fjallar um uppkomu sex ungra leikmanna í aðallið Manchester United í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar og afar sigursæl ár sem fylgdu í kjölfarið.

Myndin nær yfir árin 1992 til 1999 og endar á því að Manchester United vinnur þrennuna 1998-99, það er verður Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og vinnur Meistaradeildina.

Það er viðtal við alla sex fyrrnefnda leikmenn Manchester United sem stigu sín fyrstu sport með aðalliðinu árið 1992 en eins eru í myndinni viðtöl við kappa eins og þá Zinedine Zidane og Eric Cantona.

Það er hægt að sjá kvikmyndastiklu um myndina með því að smella hér fyrir neðan en þar má sjá að bræðurnir Ben Turner og Gabe Turner eru setja uppkomu Beckham og félaga í samband við það sem var að gerast í Bretlandi á þessum árum.



Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×