Sport

Sportspjallið: Ætti Aníta að vera íþróttamaður ársins?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frjálsíþróttárið 2013 er til umræðu í Sportspjallinu þessa vikuna. Auk afreka Anítu Hinriksdóttur náði fjölmargt íslenskt frjálsíþróttafólk frábærum árangri á árinu.

Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur og Kára Steins Karlssonar, og Þórey Edda Elísdóttir, þrefaldur Ólympíufari og verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands, kíktu í heimsókn til Kolbeins Tuma Daðasonar í Sportspjallið þessa vikuna til að fara yfir stöðuna.

Komið var víða við. Hvers vegna er íslenskt frjálsíþróttalíf í blóma? Hverjir eru líklegir til afreka í framtíðinni? Á Aníta Hinriksdóttir skilið titilinn íþróttamaður ársins? Þetta og margt fleira í Sportspjallinu sem sjá má í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×