Fótbolti

Pele vill ekki taka þátt í drættinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Pele hefur afþakkað boð um að hjálpa til á morgun þegar dregið verður í riðla fyrir HM í Brasilíu sem fer fram næsta sumar.

Pele er eini leikmaðurinn sem hefur þrívegis unnið heimsmeistaratitilinn og verður viðstaddur athöfnina í Brasilíu á morgun.

„Dilma [Rouseff] forseti [Brasilíu] stakk upp á því að ég yrði fulltrúi Brasilíu þegar velja á kúlurnar úr skálinni. Ég hef gert það nokkrum sinnum áður,“ sagði Pele.

„Ég valdi þó í þetta skiptið að hafna tilboðinu af ótta við að Brasilía lendi í erfiðum riðli vegna mín. En ég verð á svæðinu og mun leggja mitt af mörkum til að allt gangi vel. “

Brasilía er eitt átta liða sem eru í efsta styrkleikaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×