Berglind og Dagný þurftu að sætta sig við silfur eftir gullmark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2013 22:03 Mynd/AP Gullmark réð úrslitum þegar UCLA vann 1-0 sigur á Florida State í úrslitaleik NCAA mótsins í bandaríska háskólaboltans í Cary í Norður-Karólínu í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru venju samkvæmt í byrjunarliði Florida State sem lék í dag til úrslita í fyrsta skipti. Hvítklæddu stelpurnar frá Flórída voru í töluverðu basli lengst af í leiknum og gekk illa að finna taktinn gegn sterkum andstæðingi. Í tvígang skall boltinn í tréverkinu á marki Florida State í fyrri hálfleik þar sem stelpurnar af vesturströndinni voru töluvert sterkari aðilinn. Dagný átti eitt skot að marki í fyrri hálfleik og Berglind annað í þeim síðari sem var ekki ósvipaður þeim fyrri. UCLA sótti meira en gekk illa að galopna vörnina. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma svo framlengja varð leikinn Á sjöundu mínútu í framlengingunni réðust úrslitin á gullmarki Lavrusky sem komst ein gegn markverði Florida State eftir góða sendingu. Fögnuður þeirra bláklæddu var að vonum gríðarlegur en Berglind, Dagný og félagar að sama skapi vonsviknar eftir mikla baráttu. Florida State komst í fyrsta skipti í úrslitaleikinn í ár eftir að hafa tapað í undanúrslitum undanfarin tvö tímabil. Þeim tókst ekki að skapa sér hættuleg færi í leiknum og var sigur UCLA verðskuldaður þrátt fyrir hetjulega baráttu austurstrandarliðsins. Berglind og Dagný hafa vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína á tímabilinu. Berglind skoraði sérstaklega mikið í deildinni og Dagný hefur verið í lykilhlutverki og hlotið viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Þær stöllur hefðu getað komist í fámennan hóp íslenskra kvenna sem orðið hafa skólameistarar í knattspyrnu vestanhafs. Þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir þurfa að bíða í að minnsta kosti annað ár eftir nýjum félaga í klúbbnum. Dagný á eitt ár eftir í háskólaboltanum en Berglind getur leikið í þrjú til viðbótar. Textalýsing frá framlengingunni7. mínútur liðnar af fyrri hálfleik: UCLA vinnur! Miðvörður UCLA brunar upp völlinn, finnur framherja sem klárar vel. Gull mark og UCLA meistari. 6. mínútur liðnar af fyrri hálfleik: BJARGAÐ Á LÍNU! Hornspyrna UCLA skapar stórhættu. Markvörðurinn nær ekki að kýla boltann almennilega frá marki. Skoti úr þröngu færi er bjargað á línu. ÚFF. Þarna munaði mjóu. Enn sleppa okkar stelpur með skrekkinn. 5 mínútur liðnar af fyrri hálfleik: Berglind vinnur boltann framarlega á vellinum og leggur til atlögu ein gegn miðverði UCLA. Sá hefur of lítið fyrir því að hirða af henni boltann. 3 mínútur liðnar af fyrri hálfleik: Bláklæddir leikmenn UCLA eru sterkari aðilinn og töluverð þreytumerki á Florida State. Þær tapa boltanum of auðveldlega og fá sókn eftir sókn á sig. Framlenging hafin: Það er töluverður vindur og rigning í Norður-Karólínu. Okkar stelpur í Florida State eru með vindinn í bakið. Leiknar verða 2x10 mínútur með gullmarksreglunni, þ.e. verði mark skorað þá er það sigurmarkið og leik er lokið. Verði enn markalaust eftir framlengingu verður gripið til vítaspyrnukeppni. Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira
Gullmark réð úrslitum þegar UCLA vann 1-0 sigur á Florida State í úrslitaleik NCAA mótsins í bandaríska háskólaboltans í Cary í Norður-Karólínu í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru venju samkvæmt í byrjunarliði Florida State sem lék í dag til úrslita í fyrsta skipti. Hvítklæddu stelpurnar frá Flórída voru í töluverðu basli lengst af í leiknum og gekk illa að finna taktinn gegn sterkum andstæðingi. Í tvígang skall boltinn í tréverkinu á marki Florida State í fyrri hálfleik þar sem stelpurnar af vesturströndinni voru töluvert sterkari aðilinn. Dagný átti eitt skot að marki í fyrri hálfleik og Berglind annað í þeim síðari sem var ekki ósvipaður þeim fyrri. UCLA sótti meira en gekk illa að galopna vörnina. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma svo framlengja varð leikinn Á sjöundu mínútu í framlengingunni réðust úrslitin á gullmarki Lavrusky sem komst ein gegn markverði Florida State eftir góða sendingu. Fögnuður þeirra bláklæddu var að vonum gríðarlegur en Berglind, Dagný og félagar að sama skapi vonsviknar eftir mikla baráttu. Florida State komst í fyrsta skipti í úrslitaleikinn í ár eftir að hafa tapað í undanúrslitum undanfarin tvö tímabil. Þeim tókst ekki að skapa sér hættuleg færi í leiknum og var sigur UCLA verðskuldaður þrátt fyrir hetjulega baráttu austurstrandarliðsins. Berglind og Dagný hafa vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína á tímabilinu. Berglind skoraði sérstaklega mikið í deildinni og Dagný hefur verið í lykilhlutverki og hlotið viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Þær stöllur hefðu getað komist í fámennan hóp íslenskra kvenna sem orðið hafa skólameistarar í knattspyrnu vestanhafs. Þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir þurfa að bíða í að minnsta kosti annað ár eftir nýjum félaga í klúbbnum. Dagný á eitt ár eftir í háskólaboltanum en Berglind getur leikið í þrjú til viðbótar. Textalýsing frá framlengingunni7. mínútur liðnar af fyrri hálfleik: UCLA vinnur! Miðvörður UCLA brunar upp völlinn, finnur framherja sem klárar vel. Gull mark og UCLA meistari. 6. mínútur liðnar af fyrri hálfleik: BJARGAÐ Á LÍNU! Hornspyrna UCLA skapar stórhættu. Markvörðurinn nær ekki að kýla boltann almennilega frá marki. Skoti úr þröngu færi er bjargað á línu. ÚFF. Þarna munaði mjóu. Enn sleppa okkar stelpur með skrekkinn. 5 mínútur liðnar af fyrri hálfleik: Berglind vinnur boltann framarlega á vellinum og leggur til atlögu ein gegn miðverði UCLA. Sá hefur of lítið fyrir því að hirða af henni boltann. 3 mínútur liðnar af fyrri hálfleik: Bláklæddir leikmenn UCLA eru sterkari aðilinn og töluverð þreytumerki á Florida State. Þær tapa boltanum of auðveldlega og fá sókn eftir sókn á sig. Framlenging hafin: Það er töluverður vindur og rigning í Norður-Karólínu. Okkar stelpur í Florida State eru með vindinn í bakið. Leiknar verða 2x10 mínútur með gullmarksreglunni, þ.e. verði mark skorað þá er það sigurmarkið og leik er lokið. Verði enn markalaust eftir framlengingu verður gripið til vítaspyrnukeppni.
Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira