Berglind og Dagný þurftu að sætta sig við silfur eftir gullmark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2013 22:03 Mynd/AP Gullmark réð úrslitum þegar UCLA vann 1-0 sigur á Florida State í úrslitaleik NCAA mótsins í bandaríska háskólaboltans í Cary í Norður-Karólínu í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru venju samkvæmt í byrjunarliði Florida State sem lék í dag til úrslita í fyrsta skipti. Hvítklæddu stelpurnar frá Flórída voru í töluverðu basli lengst af í leiknum og gekk illa að finna taktinn gegn sterkum andstæðingi. Í tvígang skall boltinn í tréverkinu á marki Florida State í fyrri hálfleik þar sem stelpurnar af vesturströndinni voru töluvert sterkari aðilinn. Dagný átti eitt skot að marki í fyrri hálfleik og Berglind annað í þeim síðari sem var ekki ósvipaður þeim fyrri. UCLA sótti meira en gekk illa að galopna vörnina. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma svo framlengja varð leikinn Á sjöundu mínútu í framlengingunni réðust úrslitin á gullmarki Lavrusky sem komst ein gegn markverði Florida State eftir góða sendingu. Fögnuður þeirra bláklæddu var að vonum gríðarlegur en Berglind, Dagný og félagar að sama skapi vonsviknar eftir mikla baráttu. Florida State komst í fyrsta skipti í úrslitaleikinn í ár eftir að hafa tapað í undanúrslitum undanfarin tvö tímabil. Þeim tókst ekki að skapa sér hættuleg færi í leiknum og var sigur UCLA verðskuldaður þrátt fyrir hetjulega baráttu austurstrandarliðsins. Berglind og Dagný hafa vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína á tímabilinu. Berglind skoraði sérstaklega mikið í deildinni og Dagný hefur verið í lykilhlutverki og hlotið viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Þær stöllur hefðu getað komist í fámennan hóp íslenskra kvenna sem orðið hafa skólameistarar í knattspyrnu vestanhafs. Þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir þurfa að bíða í að minnsta kosti annað ár eftir nýjum félaga í klúbbnum. Dagný á eitt ár eftir í háskólaboltanum en Berglind getur leikið í þrjú til viðbótar. Textalýsing frá framlengingunni7. mínútur liðnar af fyrri hálfleik: UCLA vinnur! Miðvörður UCLA brunar upp völlinn, finnur framherja sem klárar vel. Gull mark og UCLA meistari. 6. mínútur liðnar af fyrri hálfleik: BJARGAÐ Á LÍNU! Hornspyrna UCLA skapar stórhættu. Markvörðurinn nær ekki að kýla boltann almennilega frá marki. Skoti úr þröngu færi er bjargað á línu. ÚFF. Þarna munaði mjóu. Enn sleppa okkar stelpur með skrekkinn. 5 mínútur liðnar af fyrri hálfleik: Berglind vinnur boltann framarlega á vellinum og leggur til atlögu ein gegn miðverði UCLA. Sá hefur of lítið fyrir því að hirða af henni boltann. 3 mínútur liðnar af fyrri hálfleik: Bláklæddir leikmenn UCLA eru sterkari aðilinn og töluverð þreytumerki á Florida State. Þær tapa boltanum of auðveldlega og fá sókn eftir sókn á sig. Framlenging hafin: Það er töluverður vindur og rigning í Norður-Karólínu. Okkar stelpur í Florida State eru með vindinn í bakið. Leiknar verða 2x10 mínútur með gullmarksreglunni, þ.e. verði mark skorað þá er það sigurmarkið og leik er lokið. Verði enn markalaust eftir framlengingu verður gripið til vítaspyrnukeppni. Fótbolti Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Sjá meira
Gullmark réð úrslitum þegar UCLA vann 1-0 sigur á Florida State í úrslitaleik NCAA mótsins í bandaríska háskólaboltans í Cary í Norður-Karólínu í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru venju samkvæmt í byrjunarliði Florida State sem lék í dag til úrslita í fyrsta skipti. Hvítklæddu stelpurnar frá Flórída voru í töluverðu basli lengst af í leiknum og gekk illa að finna taktinn gegn sterkum andstæðingi. Í tvígang skall boltinn í tréverkinu á marki Florida State í fyrri hálfleik þar sem stelpurnar af vesturströndinni voru töluvert sterkari aðilinn. Dagný átti eitt skot að marki í fyrri hálfleik og Berglind annað í þeim síðari sem var ekki ósvipaður þeim fyrri. UCLA sótti meira en gekk illa að galopna vörnina. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma svo framlengja varð leikinn Á sjöundu mínútu í framlengingunni réðust úrslitin á gullmarki Lavrusky sem komst ein gegn markverði Florida State eftir góða sendingu. Fögnuður þeirra bláklæddu var að vonum gríðarlegur en Berglind, Dagný og félagar að sama skapi vonsviknar eftir mikla baráttu. Florida State komst í fyrsta skipti í úrslitaleikinn í ár eftir að hafa tapað í undanúrslitum undanfarin tvö tímabil. Þeim tókst ekki að skapa sér hættuleg færi í leiknum og var sigur UCLA verðskuldaður þrátt fyrir hetjulega baráttu austurstrandarliðsins. Berglind og Dagný hafa vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína á tímabilinu. Berglind skoraði sérstaklega mikið í deildinni og Dagný hefur verið í lykilhlutverki og hlotið viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Þær stöllur hefðu getað komist í fámennan hóp íslenskra kvenna sem orðið hafa skólameistarar í knattspyrnu vestanhafs. Þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir þurfa að bíða í að minnsta kosti annað ár eftir nýjum félaga í klúbbnum. Dagný á eitt ár eftir í háskólaboltanum en Berglind getur leikið í þrjú til viðbótar. Textalýsing frá framlengingunni7. mínútur liðnar af fyrri hálfleik: UCLA vinnur! Miðvörður UCLA brunar upp völlinn, finnur framherja sem klárar vel. Gull mark og UCLA meistari. 6. mínútur liðnar af fyrri hálfleik: BJARGAÐ Á LÍNU! Hornspyrna UCLA skapar stórhættu. Markvörðurinn nær ekki að kýla boltann almennilega frá marki. Skoti úr þröngu færi er bjargað á línu. ÚFF. Þarna munaði mjóu. Enn sleppa okkar stelpur með skrekkinn. 5 mínútur liðnar af fyrri hálfleik: Berglind vinnur boltann framarlega á vellinum og leggur til atlögu ein gegn miðverði UCLA. Sá hefur of lítið fyrir því að hirða af henni boltann. 3 mínútur liðnar af fyrri hálfleik: Bláklæddir leikmenn UCLA eru sterkari aðilinn og töluverð þreytumerki á Florida State. Þær tapa boltanum of auðveldlega og fá sókn eftir sókn á sig. Framlenging hafin: Það er töluverður vindur og rigning í Norður-Karólínu. Okkar stelpur í Florida State eru með vindinn í bakið. Leiknar verða 2x10 mínútur með gullmarksreglunni, þ.e. verði mark skorað þá er það sigurmarkið og leik er lokið. Verði enn markalaust eftir framlengingu verður gripið til vítaspyrnukeppni.
Fótbolti Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Sjá meira