Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti 9. desember 2013 06:44 Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar. Hinir tveir verða væntanlega útskrifaðir í dag. Skelfing greip um sig meðal íbúa í húsinu, sem er við Írabakka 30, laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn. Kallað var á slökkvilið og náðu sumir að forða sér út strax, en aðrir lögðu ekki í reykinn og lokuðust inni í íbúðum sínum og þéttu dyrakarma fram á ganginn með blautum tuskum. Slökkviliðið sendi þegar reykkafara inn í íbúðina, þar sem eldurinn logaði og voru fjórir sendir með sjúkrabílum á Slysadeild vegna reykeitrunar. Mikill eldur logaði í íbúðinni og hafði hann sprengt sér leið út um einn glugga. Tveir strætisvagnar voru sendir á vettvang til að hýsa fólkið sem yfirgaf heimili sín og verður því boðin áfallahjálp. Eldsupptök eru ókunn. Allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsdvæðinu tók þátt í slökkvistarfinu, en það var rétt að ljúka slökkvistarfi í verslunarmiðstöð við Eddufell, þegar tilkynnt var um Írabakkabrunann. Í Eddufellinu varð töluvert tjón, einkum í miðrými verslanasvæðisins, og þar eru eldsupptök líka ókunn. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar. Hinir tveir verða væntanlega útskrifaðir í dag. Skelfing greip um sig meðal íbúa í húsinu, sem er við Írabakka 30, laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn. Kallað var á slökkvilið og náðu sumir að forða sér út strax, en aðrir lögðu ekki í reykinn og lokuðust inni í íbúðum sínum og þéttu dyrakarma fram á ganginn með blautum tuskum. Slökkviliðið sendi þegar reykkafara inn í íbúðina, þar sem eldurinn logaði og voru fjórir sendir með sjúkrabílum á Slysadeild vegna reykeitrunar. Mikill eldur logaði í íbúðinni og hafði hann sprengt sér leið út um einn glugga. Tveir strætisvagnar voru sendir á vettvang til að hýsa fólkið sem yfirgaf heimili sín og verður því boðin áfallahjálp. Eldsupptök eru ókunn. Allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsdvæðinu tók þátt í slökkvistarfinu, en það var rétt að ljúka slökkvistarfi í verslunarmiðstöð við Eddufell, þegar tilkynnt var um Írabakkabrunann. Í Eddufellinu varð töluvert tjón, einkum í miðrými verslanasvæðisins, og þar eru eldsupptök líka ókunn.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira