Innlent

Auka varnir gegn sjúkdómasmiti með blóðgjöf

Samúel karl Ólason skrifar
Mynd/Hari
Blóðbankinn hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Cerus Coproration í Bandaríkjunum um kaup á Intercept blóðkerfinu, fyrir blóðflögur og blóðvökva.

Frá þessu er sagt á vefsíðunni Buisnesswire. Intercept er notað til að draga úr hættu á því að sjúkdómar berist með blóðgjöfum. Samkvæmt heimasíður Cerus er það fyrsta tækið sem hægt er að nota fyrir bæði blóðflögur og blóðvökva. og

Blóðbankinn hefur þegar notað kerfið fyrir blóðflögur í eitt ár. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir blóðbankans segir í tilkynningu að auk þess að draga úr sýkingarhættu, hafi nýja kerfið sýnt fram á að hægt sé að betrumbæta starfsemi blóðbankans, draga úr kostnaði og bæta gildi starfseminnar.

Notkun kerfisins hefur þegar gert blóðbankanum kleift að lengja hillulíf blóðflagna úr fimm dögum í sjö. Eftir hrunið hefur Blóðbankinn einblínt á að fá meira úr fjárfestingum sínum en áður og að taka Intercept í notkun sé stór þáttur í auknu öryggi sjúklinga og hagræðingar í rekstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×