Opið bréf frá nemendum við MR: Krefjast leiðréttingar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. nóvember 2013 18:28 Nemendur við menntaskólann í Reykjavík hafa sent forsvarsmönnum fjárlaga- og menntamálanefnda opið bréf vegna framlags til MR í fjárlögum ársins 2014. Neyðarfundur verður haldinn í MR á þriðjudaginn vegna stöðu sem upp er komin í fjármálum skólans. Fjárframlög til skólans hafi dregist jafnt og þétt saman síðustu árin og í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fái nemendur MR enn og aftur lægst framlög allra framhaldsskóla á landinu. Hér að neðan má lesa bréfið: ,,Eftir að hafa skoðað tillögur til fjárlaga 2014 erum við vægast sagt undrandi. Þar kemur fram að Menntaskólinn í Reykjavík fær, enn og aftur, minnsta fjárframlag allra framhaldsskóla á Íslandi. Undanfarin ár hefur mikið verið skorið niður í framhaldsskólakerfinu rétt eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Þetta hefur óneitanlega bitnað mikið á starfi og aðstöðu Menntaskólans í Reykjavík. Fram að þessu hafa skólastjórnendur leitað allra leiða til að hagræða og skera niður til að mæta niðurskurðarkröfum stjórnvalda. Þeir hafa unnið þrekvirki í sínu starfi og rekstur skólans hefur aldrei farið fram úr fjárhagsáætlun. Nú er hins vegar komið að þeim stað að ekki er hægt að skera niður eða hagræða meira án þess að það bitni verulega á námsframboði og kennslu í skólanum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur sérstöðu þegar kemur að námsframboði en sem dæmi má nefna að hann er eini skólinn sem býður upp á nám við fornmáladeild. Skólinn gegnir því lykilhlutverki í að tryggja fjölbreytileika náms á Íslandi. Kannanir hafa enn fremur sýnt fram á að nemendur sem útskrifast úr Menntaskólanum í Reykjavík standa sig mjög vel þegar í háskóla er komið. Að auki er skólinn sá elsti sinnar tegundar á landinu en hann á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1056. Í ljósi alls þessa er það í meira lagi furðulegt að skólinn skuli fá minnstu framlögin. Þegar við horfum til sambærilegra skóla, þ.e. skóla af svipaðri stærð og gerð, kemur í ljós að þeir þiggja allir hærri framlög en Menntaskólinn í Reykjavík. Þar munar tugum þúsunda á hvern ársnemanda. Ef við skoðum alla skóla á landinu kemur fram að framlög á hvern ársnemanda til Menntaskólans í Reykjavík eru um 26% undir meðalframlagi. Það er því skýr krafa okkar að við, sem nemendur í MR, verðum metin til jafns við nemendur sambærilegra framhaldsskóla. Við krefjumst þess að munurinn sem fram kemur á tillögum til fjárlaga ársins 2014 verði leiðréttur. F.h. nemenda Menntaskólans í Reykjavík, Stjórnir Framtíðarinnar og Skólafélagsins, nemendafélaga Menntaskólans í Reykjavík." Auk þess stóðu nemendur við skólann fyrir undirskriftasöfnun í dag og munu MR-ingar fylkja liði frá skólanum niður í Menntamálaráðuneyti, klukkan 11:15 mánudaginn 25. nóvember. Þar munu nemendur afhenda fulltrúa ráðuneytisins undirskriftirnar. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Nemendur við menntaskólann í Reykjavík hafa sent forsvarsmönnum fjárlaga- og menntamálanefnda opið bréf vegna framlags til MR í fjárlögum ársins 2014. Neyðarfundur verður haldinn í MR á þriðjudaginn vegna stöðu sem upp er komin í fjármálum skólans. Fjárframlög til skólans hafi dregist jafnt og þétt saman síðustu árin og í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fái nemendur MR enn og aftur lægst framlög allra framhaldsskóla á landinu. Hér að neðan má lesa bréfið: ,,Eftir að hafa skoðað tillögur til fjárlaga 2014 erum við vægast sagt undrandi. Þar kemur fram að Menntaskólinn í Reykjavík fær, enn og aftur, minnsta fjárframlag allra framhaldsskóla á Íslandi. Undanfarin ár hefur mikið verið skorið niður í framhaldsskólakerfinu rétt eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Þetta hefur óneitanlega bitnað mikið á starfi og aðstöðu Menntaskólans í Reykjavík. Fram að þessu hafa skólastjórnendur leitað allra leiða til að hagræða og skera niður til að mæta niðurskurðarkröfum stjórnvalda. Þeir hafa unnið þrekvirki í sínu starfi og rekstur skólans hefur aldrei farið fram úr fjárhagsáætlun. Nú er hins vegar komið að þeim stað að ekki er hægt að skera niður eða hagræða meira án þess að það bitni verulega á námsframboði og kennslu í skólanum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur sérstöðu þegar kemur að námsframboði en sem dæmi má nefna að hann er eini skólinn sem býður upp á nám við fornmáladeild. Skólinn gegnir því lykilhlutverki í að tryggja fjölbreytileika náms á Íslandi. Kannanir hafa enn fremur sýnt fram á að nemendur sem útskrifast úr Menntaskólanum í Reykjavík standa sig mjög vel þegar í háskóla er komið. Að auki er skólinn sá elsti sinnar tegundar á landinu en hann á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1056. Í ljósi alls þessa er það í meira lagi furðulegt að skólinn skuli fá minnstu framlögin. Þegar við horfum til sambærilegra skóla, þ.e. skóla af svipaðri stærð og gerð, kemur í ljós að þeir þiggja allir hærri framlög en Menntaskólinn í Reykjavík. Þar munar tugum þúsunda á hvern ársnemanda. Ef við skoðum alla skóla á landinu kemur fram að framlög á hvern ársnemanda til Menntaskólans í Reykjavík eru um 26% undir meðalframlagi. Það er því skýr krafa okkar að við, sem nemendur í MR, verðum metin til jafns við nemendur sambærilegra framhaldsskóla. Við krefjumst þess að munurinn sem fram kemur á tillögum til fjárlaga ársins 2014 verði leiðréttur. F.h. nemenda Menntaskólans í Reykjavík, Stjórnir Framtíðarinnar og Skólafélagsins, nemendafélaga Menntaskólans í Reykjavík." Auk þess stóðu nemendur við skólann fyrir undirskriftasöfnun í dag og munu MR-ingar fylkja liði frá skólanum niður í Menntamálaráðuneyti, klukkan 11:15 mánudaginn 25. nóvember. Þar munu nemendur afhenda fulltrúa ráðuneytisins undirskriftirnar.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira