Boban: Balotelli hefði borið töskurnar fyrir Van Basten í mínu AC Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2013 23:30 Mario Balotelli. Mynd/AP Vandræðin elta Mario Balotelli og það skiptir engu máli þótt kappinn sé kominn aftur heim til Ítalíu. Það efast enginn um hæfileika framherjans en agaleysi hans er alltaf að koma honum í vandræði innan sem utan vallar. Zvonimir Boban var farsæll leikmaður AC Milan í áratug og vann meðal annars fjóra meistaratitla með liðinu á árunum 1993 til 1999. Boban er orðinn þreyttur á agaleysi hins 23 ára Mario Balotelli. „Balotelli hefði borið töskurnar fyrir Marco van Basten, George Weah og Andriy Shevchenko í mínu AC Milan," sagði Zvonimir Boban við Football - Italia. Boban er ekki sáttur við stjörnustæla stráksins. „Hann skilur ekki hvað það þýðir að klæðast AC Milan treyjunni. Við ættum að hætta að tala um Balotelli. Hann hefur gert lítið annað en að sitja á varamannabekknum. Balottelli verður alltaf minni en AC Milan og AC Milan verður alltaf stærri en hann," sagði Boban. „Leikmenn eins og Paolo Maldini, Marcel Desailly, Sebastiano Rossi, Alessandro Costacurta og Franco Baresi hefðu haldið honum á mottunni á mínum tíma. Hans slæma hugarfar pirrar mig sem og það að hann þekkir ekki þýðingu þess að klæðast Milan-búningnum," sagði Boban sem lék sjálfur 250 leiki fyrir AC Milan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/AP Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Vandræðin elta Mario Balotelli og það skiptir engu máli þótt kappinn sé kominn aftur heim til Ítalíu. Það efast enginn um hæfileika framherjans en agaleysi hans er alltaf að koma honum í vandræði innan sem utan vallar. Zvonimir Boban var farsæll leikmaður AC Milan í áratug og vann meðal annars fjóra meistaratitla með liðinu á árunum 1993 til 1999. Boban er orðinn þreyttur á agaleysi hins 23 ára Mario Balotelli. „Balotelli hefði borið töskurnar fyrir Marco van Basten, George Weah og Andriy Shevchenko í mínu AC Milan," sagði Zvonimir Boban við Football - Italia. Boban er ekki sáttur við stjörnustæla stráksins. „Hann skilur ekki hvað það þýðir að klæðast AC Milan treyjunni. Við ættum að hætta að tala um Balotelli. Hann hefur gert lítið annað en að sitja á varamannabekknum. Balottelli verður alltaf minni en AC Milan og AC Milan verður alltaf stærri en hann," sagði Boban. „Leikmenn eins og Paolo Maldini, Marcel Desailly, Sebastiano Rossi, Alessandro Costacurta og Franco Baresi hefðu haldið honum á mottunni á mínum tíma. Hans slæma hugarfar pirrar mig sem og það að hann þekkir ekki þýðingu þess að klæðast Milan-búningnum," sagði Boban sem lék sjálfur 250 leiki fyrir AC Milan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/AP
Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira