Innlent

Vilhjálmur þáði kaffiboð Melkorku

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Vilhjálmur Árnason og Melkorka Ólafsdóttir.
Vilhjálmur Árnason og Melkorka Ólafsdóttir. Mynd/Alþingi og Rut
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þáði í dag boð Melkorku Ólafsdóttur, flautuleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar um að setjast niður yfir kaffibolla og ræða málefni Sinfóníuhljómsveitarinnar. Melkorka sendi þingmanninum bréf í gær eftir ræðu sem Vilhjálmur hélt á Alþingi á þriðjudag. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni mikilvægt að forgangsraða í ríkisrekstri og nefndi í því samhengi Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Vilhjálmur svaraði Melkorku í dag og þáði boðið með þökkum. „Tilgangur orða minna var einmitt sá að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ segir Vilhjálmur meðal annars í svari sínu til Melkorku. 

Melkorka og Vilhjálmur munu hittast á morgun og fara yfir málin. Melkorka kom þingmanninum einnig á óvart og bauð honum á tónleika Sinfóníunar í kvöld. Vilhjálmur þáði það boð einnig og mun sjá hljómsveitina í fyrsta sinn í kvöld ásamt eiginkonu sinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.