Innlent

Heiður að fá að spila í einni flottustu sinfóníu heims

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Menning og listir eru nauðsynleg en við höfum ekkert við það að gera meðan við tryggjum ekki öryggi okkar og heilsu.
Menning og listir eru nauðsynleg en við höfum ekkert við það að gera meðan við tryggjum ekki öryggi okkar og heilsu. mynd/365
„Ég held að það væri heiður að fá að spila í einni flottustu sinfóníu heims og það væri dýrmætt fyrir frekari frama í tónlistinni,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, í umræðum um störf þingsins í dag. Hann lagði út af orðum Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem varpaði fram þeirri spurningu í síðustu viku hvort 320 þúsund manna þjóð hefði efni á að reka Þjóðleikhús.

Vilhjálmur sagðist hafa fundið að þrátt fyrir að margir væru ósammála Elliða væru margir sammála honum. Sjálfur bar Vilhjálmur í sinni ræðu dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrrnefndar konur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands ná 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði.

Eins og sjá má á myndandinu hér að neðan þá segir Vilhjálmur að „menning og listir séu nauðsynleg en við höfum ekkert við það að gera meðan við tryggjum ekki öryggi okkar og heilsu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×