Flautuleikari í Sinfóníunni býður þingmanni í kaffi Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. nóvember 2013 16:22 Vilhjálmur Árnason á Alþingi í gær. Melkorka Ólafsdóttir er flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
„Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir
Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48