Fricke ánægður með Iceland Airwaves Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2013 14:55 Fricke er fastagestur á Iceland Airwaves. David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira