Innlent

Bílvelta á Hellisheiði

Tvær manneskjur sluppu ómeiddar þegar jeppi þeirra valt út af Suðurlandsvegi um Hellisheiði í gærkvöldi. Jeppinn fór heila veltu, en fólkið var í beltum og bíllinn á lítilli ferð. Hálka var á veginum.

Og það er víðar hálka, eins og á norðvestanverðu landinu, þar sem víða var éljangur í nótt. Sömuleiðis er hálka á fjallvegum á Vesturlandi, Norðurlandi og á Austurlandi og víða hefur verið skafrenningur á fjallvegum í nótt og er búist við að svo verði víða fram eftir morgni. Ekki er vitað um slys eða óhöpp nema á Hellisheiðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×