Fótbolti

Öruggur sigur Englendinga á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley.

Yfirburðir Englendinga voru miklir en mörkin litu þó ekki dagsins ljós fyrr en í seinni hálfleiknum.

Wayne Rooney skoraði fyrsta markið á 48. mínútu og annað mark Englendinga var sjálfsmark sem kom eftir laglegt samspil hjá Danny Welbeck og Daniel Sturridge.

Dejan Damjanović minnkaði muninn á 72. mínútu en Englendingar skoruðu tvö mörk í lokin.

Andros Townsend skoraði þriðja markið á 78. mínútu með frábæru langskoti en hann var að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld.

Daniel Sturridge fiskaði síðan víti í uppbótartíma leiksins og skoraði sjálfur úr því fjórða markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×