Fótbolti

Sportbar í anddyri Laugardalshallar fyrir leik Íslands og Kýpur

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / samsett
Stuðningsfólk Íslands mun hita upp fyrir landsleikinn gegn Kýpur í kvöld í anddyri Laugardalshallar.

Karlalandslið Íslands mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvelli og hefst leikurinn klukkan 18:45.

Áhorfendum leiksins er boðið í einskonar upphitunarpartý í anddyri Laugardalshallar og opnar húsið klukkan fjögur í dag og verður starfræktur sportbar.

Töflufundur og leikgreining verður síðan klukkan 17:30.

Félagsskapurinn „Áfram Ísland“ skreytir húsakynnin og verður með sölubás með góðu vöruúrvali og hagstæðu verði.

Hamborgaravagn Priksins verður sömuleiðis á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×