Fótbolti

Aron byrjaði í treyju númer níu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron í baráttunni í Kansas í gær.
Aron í baráttunni í Kansas í gær. Nordicphotos/Getty
Aron Jóhannsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu er liðið lagði Jamaíka 2-0 í Kansas í undankeppni HM 2014 í nótt.

Aroni var skipt af velli í síðari hálfleik þegar staðan var enn markalaus. Varamaðurinn Graham Zusi og Jozi Altidore skoruðu mörk heimamanna.

„Ég var spenntur að fá að byrja í fyrsta skipti, virkilega spenntur,“ sagði Aron við fjölmiðla eftir leik. „Ég reyndi að halda yfirvegun og biðja um boltann en hlutirnir féllu ekki fyrir mig í dag. Ég hefði mögulega átt að skora eitt eða tvö mörk.“

Bandaríkin höfðu þegar tryggt sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×