Fótbolti

Úrslitin svört eins og nóttin

Arnar Björnsson skrifar
Per-Mathias Høgmo, þjálfari norska landsliðsins.
Per-Mathias Høgmo, þjálfari norska landsliðsins. Mynd/NordicPhotos/Getty
„Úrslitin eru svört eins og nóttin“ sagði fréttavefur norska sjónvarpsins eftir 3-0 tap Norðmanna gegn Slóvenum í gærkvöldi.  Þetta er stærsti ósigur Norðmanna í undankeppni HM og EM í áratug eða frá því að þeir töpuðu 3-0 fyrir Spánverjum í Osló í undankeppni EM 2003.  

Verdens Gang vitnar í fyrirsögn í Daniel Braaten, leikmann norska liðsins, sem segir að Norðmenn séu ekki nógu góðir.  

Slóvenar komust í 2-0 með mörkum á 13. og 15. mínútu.  Milivoje Novakovic skoraði öll mörk Slóvena sem er eina liðið sem getur skákað Íslendingum úr 2. sætinu.  

Per-Mathias Høgmo stýrði þarna norska landsliðinu í fyrsta sinn og landsliðsþjálfari hefur ekki byrjað verr í 25 ár. Þetta er líka stærsta tap Norðmanna í keppnisleik í tíu ár.

Svisslendingar tryggðu sér sigur í riðlinum, unnu Albana 2-1 í Tirana.  Í lokaumferðinni á þriðjudag mætast Sviss og Slóvenía í Bern.  Ef Sviss vinnur Slóvena verða Íslendingar í 2. sæti enda þótt þeir tapi í Osló.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×