Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar ráðinn þjálfari ÍBV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn þjálfari ÍBV og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Hann mun taka við liðinu af Hermanni Hreiðarssyni sem hætti með liðið á dögunum.

Sigurður Ragnar stýrði kvennaliði Íslands frá árinu 2007 fram yfir Evrópumótið í sumar þar sem hann náði að koma liðinu í 8-liða úrslit keppninnar.

Sigurður Ragnar hefur starfað að undanförnu sem fræðslufulltrúi Knattspyrnusambands Íslands en hann mun hætta hjá sambandinu.

Þjálfarinn sótti einnig um landsliðþjálfarastöðu kvennaliðs Englands og hefur hann dregið umsókn sína til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×