Fótbolti

Sölvi Geir hélt sæti sínu í liðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sölvi Geir Ottesen er fulltrúi Íslands í Rússlandi.
Sölvi Geir Ottesen er fulltrúi Íslands í Rússlandi. Mynd/Heimasíða FC Ural
Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði FC Ural annan leikinn í röð þegar liðið tapaði 2-0 gegn Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þrátt fyrir slæm úrslit eru góð tíðindi að Sölvi Geir sé farinn að spila. Hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila undanfarið ár sem varð til þess að Lars Lagerbäck valdi hann ekki í 23 manna landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi.

FC Ural er í 14. sæti í sextán liða deild með sjö stig eftir tólf leiki. Krasnodar er í 4. sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×