Fótbolti

Sjálfsmark í viðbótartíma eyðilagði endurkomu Guðlaugs Victors og félaga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Illa gengur hjá NEC Nijmegen.
Illa gengur hjá NEC Nijmegen. Nordicphotos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar töpuðu dramtískum leik í viðbótartíma 4-3 gegn Go Ahead Eagles í kvöld. Sigurmarkið var sjálfsmark gestanna.

Leikurinn var í 9. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Heimamenn komust í 3-0 á 28 mínútum og þannig stóðu leikar þegar átján mínútur lifðu leiks.

Þrjú mörk gestanna á stundarfjórðungi breytti stöðunni í 3-3 og allt stefndi í jafntefli þegar komið var fram í viðbótartíma. Hollenskir miðlar eru ekki sammála um hver hafi skorað sjálfsmarkið. Guðlaugur Victor hefur verið nefndur sem sá óheppni og sömuleiðis kollegi hans Jahanbakhsh.

Guðlaugur Victor hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn á tímabilinu og var valinn í A-landsliðið í gær. NEC er sem fyrr á botni deildarinnar með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×