Ummæli fyrrum dómarans Mark Halsey um að hann hafi verið í góðu sambandi við Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Man. Utd á meðan báðir voru í boltanum, hafa vakið gríðarlega athygli.
Ferguson segist þó alls ekki hafa gert neitt rangt. Hann hafi aðeins verið styðja Halsey í baráttu hans við krabbamein.
"Auðvitað þurfti að vera Sir Alex Ferguson-vinkill í þessari bók. Honum fannst það vera mikilvægt," sagði Ferguson við MUTV.
"Flestir stjórar deildarinnar stóðu við bakið á honum sem og leikmenn. Þetta var skelfilega erfitt tímabil fyrir manninn og hans fjölskyldu. Það var þvi eðlilegt að fótboltafjölskyldan stæði við bakið á honum.
"Við gáfum honum margar treyjur er hann var að safna fé. Við gerðum það sem við gátum til þess að hjálpa honum."
Ferguson átti margar eftirminnilegar rimmur við dómara á sínum ferli og var óhræddur við að gagnrýna þá.
"Það er hlægilegt að ég hafi átt að vera með dómarastéttina í vasanum. Það fékk enginn hærri sektir og ég var oft settur í bann. Það eru engin smá áhrif sem ég hafði á þá," sagði Ferguson kaldhæðinn.
Hlægilegt að ég hafi verið með dómarana í vasanum

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn