Enski boltinn

Mark Aluko flottara en Rooney, Aguero og Baines?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mörkin í ensku úrvalsdeildinni voru sérstaklega falleg þessa helgina.

Wayne Rooney skoraði frábær sárabótarmark fyrir Manchester United í niðurlægingu á Etihad. Sergio Agüero skoraði sömuleiðis frábært mark í leiknum.

Paulinho skoraði dramatískt sigurmark Tottenham gegn Cardiff með hælspyrnu í viðbótartíma. Þá var aukaspyrna Leighton Baines í 3-2 sigri Everton á West Ham stórbrotin.

Mark Sone Aulko í 3-2 útisigri Hull gegn Newcastle þótti hins vegar bera af í vikunni að mati fulltrúa ensku úrvalsdeildarinnar. Myndbandið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×