Enski boltinn

Juventus á eftir Januzaj

Januzaj í leik gegn Palace í vetur.
Januzaj í leik gegn Palace í vetur.
Það gæti orðið erfitt fyrir Man. Utd að halda Belganum efnilega, Adnan Januzaj, hjá félaginu. Leikmaðurinn er ekki sáttur við fá tækifæri og Juventus er nú á eftir honum.

Forráðamenn Juve er sagðir ætla að láta til skarar skríða í janúar. Þeir hafa góða reynslu af því að ná í unga leikmenn frá Man. Utd en þaðan fengu þeir Paul Pogba.

Framtíð Januzaj hefur verið í óvissu síðan í apríl og leikmaðurinn er enn að bíða eftir almennilegu tilboði frá United.

Barcelona og Man. City eru líka sögð hafa áhuga á þessum efnilega strák og Man. Utd þarf því að fara að bregðast við ef félagið ætlar ekki að missa af honum eins og Pogba.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.