Enski boltinn

Ensk stórlið renna hýru auga til Pirlo

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andrea Pirlo
Andrea Pirlo mynd / getty images
Knattspyrnumaðurinn Andrea Pirlo er samningsbundinn ítalska félaginu Juventus út leiktíðina en ensk lið hafa mikinn áhuga á að klófesta þennan magnaða miðjumann.

Þessi 34 ára leikmaður á að baki magnaðan feril og unnið allt sem hægt er að vinna, bæði með félagsliðum og ítalska landsliðinu.

Ensku liðin Manchester United, Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa öll áhuga á því að fá leikmanninn til liðs við sig en Pirlo getur farið frá Juve á frjálsri sölu eftir tímabilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×