Enski boltinn

Toure: Chelsea vildi fá mig árið 2005

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yaya Toure  i leik með Manchester City.
Yaya Toure i leik með Manchester City. mynd/getty images
Yaya Toure, leikmaður Manchester City, hefur nú tjáð sig um það í enskum fjölmiðlum að knattspyrnufélagið Chelsea vildi fá leikmanninn í sínar raðir árið 2005.

Toure lék þá með úkraínska liðinu Metalurh Donetsk og valdi frekar að ganga til liðs við Olympiakos.

Margir halda því fram að leikmaðurinn hafi ekki gengið í raðir Chelsea vegna slæms vinskaps milli Yaya Toure og Didier Drogba, fyrrum leikmanns Chelsea, og eru þeir báðir frá Fílabeinsströndinni en leikmaðurinn tekur ekki undir þau orð.

„Við höfum alltaf náð vel saman, sama hvað annað fólk segir í fjölmiðlum,“ sagði Toure.

„Didier hefur alltaf verið góður vinur minn og hann gerði allt sem hann gat á sínum tíma til a koma mér í Chelsea. Ég efast um að óvinur minn myndi leggja svona mikla vinnu á sig til að koma mér í sama lið og hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×