Fótbolti

Glen Johnson vonast til að snúa fyrr til baka úr meiðslum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glen Johnson er hann meiddist gegn Manchester United.
Glen Johnson er hann meiddist gegn Manchester United. mynd / getty images
Glen Johnson, leikmaður Liverpool, er vongóður um að hann geti snúið til baka fyrr úr meiðslum en fyrst var talið.

Þessi snjalli hægri bakvörður þurfti að yfirgefa völlinn eftir samstuð sem hann lenti í við Patrice Evra hjá Manchester United þegar liðin mættust á Anfield í síðasta mánuði.

Hann meiddist illa á ökkla og missti því af leikjum Englendinga í undankeppni HM gegn Moldavíu og Úkraínu og talið var að hann yrði frá keppni í 10 vikur.

Leikmaðurinn skrifaði aftur á móti á Twitter-síðu sína:

„Meiðslin virðast ekki vera eins alvarleg og fyrst var talið. Vonandi kem ég fyrr til baka en fyrst var áætlað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×