Íslenski boltinn

Miðar í boði á leik Fram og ÍBV

Frá leik á Laugardalsvellinum í sumar
Frá leik á Laugardalsvellinum í sumar Mynd / Stefán
Íþróttadeild Vísis býður heppnum lesendum sínum á leik Fram og ÍBV í 19. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og hefst hann klukkan 17.30. Það er mikið undir fyrir heimamenn sem hafa ekki náð að tryggja sætið sitt í deildinni og þurfa því á öllum þeim stigum sem í boði eru.

Fylgjendur Íþróttadeildar Vísis á Facebook geta nælt sér í ókeypis miða á leikinn. Það eina sem þarf að gera er að gerast fylgjandi á Fésbókinni og láta þess getið að viðkomandi hafi áhuga á miðum.

Facebook-síðu Íþróttadeildar Vísis má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×